Þann 19. Júní var undirritaður nýr samstarfsamningur Klúbbs Matreiðslumeistara og Kokkalandsliðsins við kjúklinga- og kalkúnaframleiðandann Ísfugl. Klúbbur matreiðslumeistara og Kokkalandsliðið er sérstaklega ánægt að hafa samið við Ísfugl. Ísfugl vinnur og selur eingöngu íslenska kjúklinga og kalkúna frá Ísfuglsbændum. Þeir nota engin fúkkalyf við eldi fuglanna. Vörur Ísfugls eru seldar til veitingastaða, mötuneyta og verslana.
Samningurinn er til tveggja ára. Við hvetjum okkar félagsmenn að kynna sér frábært vöruúrval hjá þeim sjá www.isfugl.is

Á myndinni eru frá vinstri Árni Þór Arnórsson Ritari Klúbbs matreiðslumeistara, Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Jón Magnús Jónsson eigandi Ísfugl og Kristín Sverrisdóttir eigandi Ísfugl