Nú í Júní var endurnýjaður samstarfsamningur Klúbbs Matreiðslumeistara og Kokkalandsliðsins við Sölufélag Garðyrkjumanna.  Klúbbur matreiðslumeistara og Kokkalandsliðið þykir ánægjulegt að hafa samið við Sölufélag Garðyrkjumanna. Kokkalandsliðið og Klúbbur matreiðslumeistara mun kappkosta að nota vörur frá Sölufélagi Garðyrkjumanna við æfingar og á viðburðum sem haldnir eru á vegum Kokkalandsliðið og Klúbbs matreiðslumeistara. Íslenskt grænmeti er hollt, ferskt og bragðgott og er hollusta íslensk grænmetis augljós. Ómengað vatn, hreint loft og jarðvegur án allra aukaefna sem gerir íslenskt grænmeti bragðgott, hollt og ferskt.

Sölufélagið er með glæsilega heimasíðu http://www.islenskt.is og með fjölda fylgjenda á Facebokk https://www.facebook.com/islenskt

Á myndinni eru frá vinstri Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Kristín Linda Sveinsdóttir markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjubænda og Ragnar Marinó Kristjánsson stjórnarmaður Klúbbs matreiðslumeistara.