Á NKF þinginu sem haldið verður í Gautaborg dagana 9. til 12. maí nk verður þétt dagskrá.  Auk þingsins, fyrirlestra og keppni um Matreiðslumann Norðurlanda verða fjölmargar keppnir „semi finals“ á vegum WACS (Alþjóðasamtök matreiðslumanna).

Fyrst má nefna keppnina „Global Chef Challenge Semi Final“ þar keppa fremstu matreiðslumenn Norður Evrópu um réttinn til að keppa fyri hönd álfunnar í úrslitakeppni Global Chefs Challenge sem haldin verður á alheimsþingi matreiðslumanna í Stavanger árið 2014.   Það er engin aukvisi sem fer fyrir okkar hönd í þessa álfukeppni.  Við sendum ungan, en þaulreyndan  Bocuse d´Or fara hann Sigurð Kristinn Haraldsson.

Hans Bueschkens Semi Final er einnig haldin.  Þar keppa ungliðar um réttinn að keppa sem fulltrúi álfunnar í heimsúrslitum á næsta ári.  Víðir Erlingsson frá Sjávargrillinu keppir fyrir okkar hönd þann 10. maí.
Síðast en ekki síst verður glæný keppni er nefnist „Global Pastry Chef Challenge“ – sumsé desert kokka keppni.  Þar fer fyrir okkar hönd, með uppbrettar ermar og vel vakúmpakkaður, kyn- & vöðvatröllið Garðar Kári Garðarsson kenndur við Fiskfélagið.  Hér mun sannarlega reyna á drenginn og verður gaman að sjá afraksturinn sem verður til sýnis fyrir gesti og gangandi á meðan á þinginu stendur.

Greinilega að mikið verður um dýrðir í Gautaborg dagana 9. til 12. maí og þessar alþjóðlegu keppnir munu ekki gera það leiðinlegra að skella sér til Svíþjóðar eina helgi í sannkallað „Rock & Roll“ partý.

http://www.nkf2013.se/global-chefs-challenge-semi-final