Á NKF þinginu sem haldið verður í Gautaborg dagana 9. til 12. maí nk. verða auk þingsins sjáflt haldin keppnin „Matreiðslumaður Norðurlanda“.  Í ljósi velgengni Norðurlandana í t.d. Bocuse d´Or þar sem að öll Norðurlöndin fimm hafa um árabil verið ofarlega á lista má fullyrða að Matreiðslumaður Norðurlanda er ein sterkasta einstaklingskeppnin í matreiðslu í dag.
 
Keppt er í „Senior“ eldri og „Junior“ ungliðaflokkum eins og undanfarin ár. Fyrir okkar hönd keppa Bjarni Siguróli Jakobsson á Slippbarnum sem „Senior“ og Hafsteinn Ólafsson í Grillinu sem „Junior“. Þess má geta að Bjarni og Hafsteinn voru í fyrsta og öðru sæti í keppnina Matreiðslumaður ársins 2012 og klárlega sterkir keppnismenn hér á ferð. Ungliðakeppnin verður haldin föstudaginn 10. maí og Eldri flokkur á laugardeginum 11. maí. Úrslitin verða tilkynnt strax að keppni lokinni.
 
Rúsínan í pysluendanum er þó að á hátíðarkvöldverðinum á laugardeginum verður „Over All“ sigurvegarinn krýndur sem „Matreiðslumaður Norðurlanda“. Það gæti því orðið Ungliðinn sem hlýtur titilinn „Matreiðslumaður Norðurlanda“. En þess má geta að í fyrra varð ungliðinn í öðru sæti og aðeins örfá stig skildu á milli efsta og næstefsta manns. Hér er greinilega um mikla skemmtun að ræða og hvetjum við alla sem tök hafa á að skella sér til Gautaborgar og hvetja okkar menn í þessa gríðarsterku keppni.
Áfram Ísland.
 
http://www.nkf2013.se/nordic-chef-of-the-year-senior