Saga Klúbbs matreiðslumeistara.
Sigurvin Gunnarsson hefur verið að rýna í fyrstu fundargerðbækur klúbbins.
Sigurvin tók saman úrtak úr fyrstu fundargerðarbók KM sem spannar fyrstu 10 ár klúbbsins eða frá 1972 til 1982.

Stofnfélagar  KM – Stofnfundur  16. Febrúar 1972
Röð eins og skráð er í fundargerðarbók 4. Maí 1972

Ib Wessman
Sverrir Þorláksson
Stefán Hjaltested
Hilmar Jónsson
Haukur Hjaltason
Bragi Ingason
Gústav Guðmundsson
Harrý Kjærnested
Hafsteinn Gilsson
Jón Sigurðsson
Karl Finnbogason
Kristján Sæmundsson
Páll Ingimarsson
Tómas Guðnason

Fyrsta stjórn:
Forseti:        Ib Wessman
Gjaldkeri:        Sverrir Þorláksson
Ritari:            Stefán Hjaltested
Meðstj:            Haukur Hjaltason
Hilmar Jónsson

Endurskoðendur:        Karl Finnbogason
Kristján Sæmundsson

Punktar frá starfi KM fyrstu árin
Upphaflega  var nafn klúbbsins „Yfirmatreiðslumannaklúbbur Íslands.
Á fyrsta aðalfundi 14. Mars 1973 var samþykkt nafnið Klúbbur Matreiðslumeistara, skammstafað KM
Á FYRSTA STARFSÁRI VAR EINNIG RÆTT UM MERKI (LOGO) FYRIR KLÚBBINN
Merki KM.
Á aðalfundi 1973 voru lagðar fram 2 tillögur:
1. merki frá Þórunni Ármannsdóttur sem eru matreiðsluhúfur í hring.
2. rissur frá Gunnari Bjarnasyni sem áttu að tákna svani.
Samþykkt var að fela Hilmari Jónssyni að annast útfærslu á breytingatillögu á merki Þórunnar sem kom frá Hauki Hjaltasyni.

Haukur Hjaltason valinn blaðafulltrúi KM

Hugmyndir um fundarefni:
Kynningarstarf svo sem kvikmyndasýningar
Koma upp góðu bókasafni og matseðlasafni
Kynnisferðir
Sérhver meðlimur klúbbsins myndi skrifa greinar um matreiðslu í nafni KM
Að bjóða hótelstjórum á fund og kynna þeim starfsemi KM
Að ferðast á staði sem bjóða upp á þekkingu á sviði matvælaframleiðslu
Að kynna til hlítar allt sem viðkemur heilbrigðismálum á veitingastöðum.
Að viða að sér sögu matreiðslu frá upphafi byggðar á Íslandi
Að koma upp matreiðslubókasafni fyrir klúbbfélaga og í framtíðinni að stuðla að útgáfu matreiðslubókar sem gefin yrði út í nafni KM
Að klúbbfélagar semji nýja rétti sem gefnir verði út í formi myndar og uppskriftar
Að reynt verði að koma á sambandi við bestu yfirkokkaklúbba sem tök eru á að ná sambandi við
Reynt verði að komast yfir ódýrt húsnæði fyrir klúbbstarfsemina
Að stuðla að útgáfu blaðsins Gesturinn með eigendum blaðsins: FM, FF, BCÍ og  Yfirframreiðslumannaklúbb Íslands.
Að stuðla að því að senda einn klúbbfélaga á sérhverja sýningu á matreiðslu og hliðskyldum grundvelli sem haldinn er á Norðurlöndunum

OFANGREINDAR HUGMYNDIR KOMU FRAM Á FUNDI 20. SEPT 1972

Apr. 1973
Að bjóða Sjónvarpinu upp á hugsanlega matreiðsluþætti og reyna að og leggjast á það að gera auglýsingaspjöld fyrir framleiðslufyrirtæki.
Að koma á sýningu á meðal matreiðslumanna og jafnvel nema í samráði við skólann

Samþykkt á fundi 4. Maí 1972:
Bragi Ingason og Kristján Sæmundsson munu fyrir næsta klúbbfund hafa framsögu um stöðu yfirmatreiðslumanna í þjóðfélaginu.

Samþykkt á fundi 18. Okt 1972:
Bragi Ingason og Stefán Hjaltested eig að kanna á hvaða hátt KM gæti á sem bestan hátt unnið eða stuðlað að útgáfu á matreiðslubók i framtíðinni.

Erindi á Klúbbfundum:
2. sept. 1972:
Gunnlaugur Hannesson: Matvælaiðnaður og heilbrigði á vinnustöðum.  – Heilbrigðisráðstafanir á veitingahúsum svo og á öðrum vinnustöðum sem matvælsframleiðsla á sér stað. Einnig sýnd kvikmynd um þrifnað, gerlamyndun og fyrirbyggjandi aðgerðir.
8. nóv. 1972:  Þórhallur Halldórsson frá Heilbrigðiseftirlitunu: Sýklar og matareitranir

1974
Tillaga: Fá mann á klúbbfund til að fjalla um fundarsköp og reyna að koma á meiri reglu á fundina.

1974.
18. Des: Guðni Jónsson: Fundarsköp og félagsstörf.
1973-4.     Reyna að fá lítið húsnæði fyrir klúbbfundi.   Reyna að fá skáp undir plögg klúbbsins.

Erindi á fundum frá klúbbfélögum:
Des. 1972:
Bragi Ingason og Kristján Sæmundsson:
Staða yfirmatreiðslumanns  (Verðlag, gæði á innkaupum, hreinlæti-ekki síst  á fólkinu sem starfarí eldhúsum þ.á.m. útlit á hári nema og fleiri í iðninni). Mikilvægi samstarfs eldhúss og sals. (Er ekki þörf á að koma upp námskeiðifyrir verðandi yfirmatreiðslumenn). Taugaspenna á vinnustöðum.  Kristjáni fannst íslenskir matreiðslumenn standa að baki kollega sinna erlendis með einhliða matreiðslu. Þar koma skólamálin inn í

Sjónvarpsþættir
1973 Sept-okt
Karl Finnbogason    Úrbeining á nautalæri

1973
Stefán Hjaltested    Steiking á Chateaubrina

Tekjuöflun:
1972:
Des.  Útgáfa á spjöldum með uppskrift og mynd af ákveðnum rétti

1974
Seldar auglýsingar í Símaskrá Klúbbfélaga

1974
Uppskriftir birtar í lesbók Morgunbalðsins

1978
Uppskriftir birtar í Vikunni

1976.
Des    Matarbasar – sá fyrsti. Gaf okkur góðar tekjur

1977
3. Des    Matarbasar

1978
Matarbasar

1979
16. des    Matarbasar

1981
6. – 7. Nóv.  Matur ´81

Gjafir til Klúbbsins
1973.
10. Okt:  Hilmar færir klúbbnum fundarhamar sem hann hefursjálfur handsmíðað

Þátttaka á NKF þingi:
1974.
14. – 16. Jan .  í Þrándheimi.    Fulltrúar: Ib Wessman og Hilmar B Jónsson

1976
í Kaupmannahöfn. Fulltrúar: Ib wessman og Hilmar B Jónsson. Auk þess sat Sigurvin þingið

1977
jan í Finnlandi

Stjórnarppstilling til NKF valin á stjórnarfundi 26. 1 1977
Forseti.       Ib Wessman
Gjaldkeri.    Birgir Pálsson
Ritari        Hilmar B Jónsson
Til vara.    Haukur Hjaltason og Kristján Sæmundsson

Keppnisþátttaka
1974
Birgir Pálsson og Stefán Hjaltested fóru til Þrándheims þar sem haldin var stór sjávarútvegssýning og elduðu þar 2 rétti, Eldeyjarrækjur-Birgir og smálúðuflök Islandia-Stefán    (Umfjöllun í Sjómannablaðinu 3. Tbl 1975).  Fengu þeir fyrir þetta verðlaun fyrir „besta  1. Klassa restaurant mat sem kom fram í keppninni.“

1978
Bella Center.  Þátttakendur. Gísli.  Hilmar. Sigurvin

1980
Bella Center.
Þátttakendur. Gísli.  Haukur Hermanns. Kristján Dan.

1981
Bella Center.  Þátttakendur. Gísli.  Einar Árna. Kristján Dan, Þórarinn

Blaðið MAT.
Á næsta þingi sem verður haldið í Finnlandi  í Jan. 1977 mun útgáfa norska tímaritsins
MAT sennilega verða gerð samnorræn vegna fjárhagsörðugleika.
Að okkar hálfu munu Jón Sveinsson og Sigurvin Gunnarsson eiga sæti í ritnefnd.
Skuldbindingar um útvegun auglýsinga í blaðið frá ísl. Fyrirtækjum. Í blaðsíða í hverju blaði.

Fundarmæting:
Undirbúningsfundur    12

Stofnfundur
1972  4. Maí    8
1972. 20. Sept.    9 + 5 gestir
1972. 18.okt.    9
1972. 8. Nóv.    13 + 8 gestir
1972. 13. Des.    7
1973. 10. Jan.    11 (þar af 2 nýir) + 7 gestir
Hér virðast vera komnir nýir félagar inn: Kristján Daníelsson og Birgir Pálsson
1973. 14. Feb.     11 (þar af 2 nýir)
1973. 14. Mars  14     (þar af 4 nýir) Aðalfundur
1973. 11. Apríl    6
1973. 13. Maí     13 (þar af 4 nýir) + 6 gestir
Hér virðast vera komnir nýir félagar inn: Jón sveinsson
1973. 26. Sept.    8
1973. 10. Okt.    6
1973. 14. Nóv.    8
1973. 12. Des.    6
1973. 28. Des.     7 (Aukafundur v. þings NKF14. – 16. Jan 1974
1974.  9. Jan.    6
1974. 13. Feb.    7
1974    Aðalfundar 20. Mars. Mættir 7. Fundi frestað v lélegrar mætingar
1974    Aðalfundur2. Maí . Mættir 10  ( Á þessum fundi var rætt um sjónvarpsþættina og harmað að ekki hafi verið haldið nógu vel á spöðunum í því máli).
(Á þessum fundi var samþykkt að gera það að hefð að afhenda efstasætisnema verðlaun eða viðurkenningu).
1974. 17. Sept.    8
1974  30. Okt.    Konukvöld í Þingholti. Tveir meðlimir fjarverandi.
1974. 18. Des.    10 + 2 gestir. Annar gestanna, Guðni  Jónsson, flutti langt en merkilegt og fræðandi erindi um fundarsköp og félagsstörf.
1975. 22. Jan.    6 + 2 gestir
Sigurvin Gunnarsson tekinn inn í klúbbinn
1975. 26. Feb.    9
1975. 9. Apríl Aðalfundur. Mættir 8
1975. 22. Okt.     9
1975. 11. Des.     7
1976. 20. Jan.     9
1976. 3. Mars – Aðalfundur. Á þessum fundi var eftir umræður að rýmka til gagnvart inngöngu nýrra félaga á þann hátt að brjóstvitið hefur skort.
Nýir félagar: Jón Pálsson, Einar Sigurðsson, Gunnlaugur Hreiðarsson og Ragnar Guðmundsson.
1976. 24. Apríl – Framhaldsaðalfundur. Á þessum fundi var gerð breyting á stjórn. Ib Wessman hætti og stakk upp á Sigurvin sem nýjum forseta. Var það samþykkt. Nýir í stjórn (ekki kemur fram hverjir hætta):Tómas Guðnason og Bragi Ingason Nýir endurskoðendur: Haukur Hjaltason og Kristján Sæmundsson.   Undirbúningsnefnd fyrir NKF þing sem halda skal á Íslandi 1979: Ib Wessman, Hilmar Jónsson og Hafsteinn Gilsson.
1976.     6. Okt. 12  Tillaga frá Braga Ingasyni um að halda matarbasar
1976.  17. Nóv.    11    Ib og Sigurvin sögðu frá ferð félaga KM í sýningu i Frankfurt    Nýir félagar: Þórarinn Guðlaugsson og Sigurður Guðmundsson
1976   1. Des    17
1977. 12. Jan.  Ekki lengur skráð þátttaka í fundargerð. Nýr félagi: Gísli Thoroddsen.      Fram kom á fundinum að við höfum fengið formlegt boð um að taka þátt keppni á  sýningu í Bella Center 4.-9. Apríl 1978.
1977. 9. Feb.     12.    Nýr félagi: Þórarinn Guðlaugsson.      Gestur fundar. Stefán Ólafur Jónsson sem skýrði frá endurskipulagningu á skólakerfinu.
1977. 16. Feb.    12.  Borðaður var þorramatur í Nausti
1977. mars. Dagsetning ekki skráð.  12.   Meginfundarefni: 1. Undirbúningur hefur staðið að útgáfu símakvers sem inniheldur félagatal, símanúmer birgja, auglýsingar m.m. Þetta á að gefa okkur tekjur. 2. Sýning í Bella Center. Þetta þarf að byrja að undirbúa. Senda á 3 menn út. Laga á 9 köld föt og  ‚ heita portionsrétti. Elda heitan mat, tvírátta fyrir 100 prs.  Keppendur þurfa að greiða fargjald sjálfir en fá frítt uppihald.
1977. 13. Apríl.  Aðalfundur. Rætt var um þing KM sem haldið verður hér e. 2 ár.                  Sýning/keppni í Bella Center           Rætt um hvernig við getum stutt við skólann.
1977. 19. Okt.   16 mættir.   1. Samþykkt að halda aftur matarbasar í húsnæði HVÍ 4. Des.      2. Lýst eftir hverjir hafa áhuga á keppni í Bella Center næsta vor. Gísli, Hilmar, Haukur og Sigurvin.
1977. 9. Nóv.  10 mættir.  Vegna lélegrar fundarþátttöku var ákveðið að halda aukafund síðar í mánuðinum  v. áríðandi málaa. 1. Basar. 2. Bella Center.
1977. 23. Nóv. 10 mættir.
1977. Jólafundur 19. Des. 9. Mættir.   Rætt um inntöku nýrra félaga, hvernig mætti auka í KM. Athugasemd frá Ib Wessman: Æskilegt að ekki séu í KM menn á sjálfsafgreiðslustöðum eða veitingastöðum þar sem eingöngu fer fram steiking á hamborgurum og álíka.  Rætt um hvort rýmka eigi lög KM til að auðvelda fjölgun.    Mikið rætt um félagsstarfið, t.d. tala minna-gera meira, konukvöld
1978. 25. Jan.    (?) Gestur fundar: Benno Lauritzen, Hotel d´Angleterre.
1978. 15. Feb.  (?) Þorramatur í Nausti.  Gestur fundar: Guðlaugur Hannesson, forstöðumatur Matvælarannsókna ríkisins ræddi um gerlaransóknir/gerlagróður í matvælum.  Ákveðið var að þing NKF yrði haldið 13. Og 14. Mars að ári.  Kosin var nefnd til að halda konukvöld.
1978. 15. Mars. Aðalfundur.  15 mættir. Kom í ljós að í sjóði er kr. 1 milljón. Áætlaður kostnaður við þinghald NKF næsta ár er 2-3 milljónir. Bragi kom inn á að það skorti hugmyndaflug til að afla peninga fyrir KM. Halda mætti t.d. gastrónómiskt kvöld í háum klassa.  Talað var um að KM sýndi skólanum áhuga, t.d. með að halda fyrirlestur og veita góðum nemendum NKF diplóm.  Nýir félagar á þessu ári: Egill Egilsson, Lárus Loftsson, Hilmar Friðriksson, Skúli Hansen, Haukur Hermannsson, Vigfús Árnason,  Ragnar Wessman, Jón Sveinsson,  Ólafur Ingjaldsson.
1978. 27. Apríl.   Gísli, Hilmar og Sigurvin sögðu frá keppninni í Belle Center, undirbúning jafnt sem keppnina sjálfa. Hér eftir getum við óragir tekið þátt í svona sýningum og gildir það jafnt fyrir skólanema sem og félaga KM.  Styrkir þetta menn í starfi og er góð landkynning. Spurning um hvað menn vilja leggja á sig persónulega við undirbúning.
1978. 10. 5.   Ekkert sérstakt á þessum fundi en um sumarið eru haldnir margir stjórnar og undirbúningsfundir v. væntanlegs þings NKF.
1978. 10. Okt. 15 mættir    Hilmar hefur skaffað KM það verkefni að sjá um matreiðsluþátt í Vikunni.  Á að gefa okkur kr. 100.000 á mán.
1978. 8. Nóv.  12 mættir.  Ákveðinn 3. Basardagur 3. Des.
1978. 10. Nóv.  Skoðunarferð til  Sláturhúss SS á Selfossi
1978. 27. Nóv.  Aukafundur v. undirbúnings basars 3. des
1978. ? des. Konukvöld haldið í Snekkjunni hafnarfirði (Skútan)
1979. Nokkrir undirbúningsfundir haldnir í byrjun árs v. þings NKF
1979. 30. Jan.  10 mættir. Gestur fundar: Eiríkur Viggósson, form. FM.  Á fundinum var rætt um að endurvekja samstarfsnefnd FM og SVG sem væri  Iðnfræðsluráði til aðstoðar á samþykkt nema í matreiðslu. Form. FM var þessu samþykkur
1979. 21. Feb. 13 mættir. Rætt um væntanlegt NKF þing. Kom fram áhugi hjá félagsmönnum um að bjóða erlendum gestum heim.
1979. 7. Mars..   þing
1979. 24 maí. Aðalfundur. 15 mættir. Veitt samþykkt til að KM færi að undirbúa útgáfu kennslubókar fyrir skólann. Fuindurinn haldinn í Óðali. Eftir fundinn var farið ásamt mökum í Skíðaskálann í Hveradölum.

1979. 24. Okt.    10 mættir. Tillaga frá Braga varðandi væntanlegan basar. Hafa í ár basar í samvinnu við Mjólkursamsöluna, nýta þeirra hráefni þannig að við þurfum sem minnst að leita til okkar vinnuveitenda þetta árið.  Ib talaði um að hafa eitthvað fjölbreyttara.
1979. 21. Nóv. 7 mættir
1979. 27. Nóv. 12 mættir.   Basar verður haldinn 16. Des í samvinnu við MS. Við notum þeirra hráefni, skilum uppskriftum af þeim réttum sem við verðum með og dreifum. Þannig fær MS góða auglýsingu.          Bella Center. Okkur er boðið eins og síðast á keppni sem verður haldin 12. – 15. Feb.  Sjálfboðaliðar: Gísli Thor, Haukur Hermanns og Kristján Dan.
1979. 4. Des. Aukafundur v. basars.  13. Mættir, þar af 1 nýr félagi, Einar Árnason.
1979. 9. Des. Jólafundur með mökum.
1980. 16. Jan.  17 mættir. Gestir fundar: Jónas Bjarnason og Agner Guðnason blaðafulltrúi Bændasamtakanna. Vildu þeir fá KM í eitthvað samstarf í sambandi við kynningu á lambakjöti, aðallega frampörtum  sem verður í fjölda verslana.   Rætt var almennt um slátrun og hlutun á lambakjöti, í dag ríkja fornaldarvinnubrögð.  Agnar sagði að það vantaði tilraunaeldhús til að reyna framreiðslu og prufu á nýjum réttum.
1980. 30. Jan. 10 mættir.     1). Oddur hjá MS hefur óskað eftir að við hefðum kynningu hjá þeim á Laugaveginum og er það í athugun.                   Sigmar B Hauksson hja sælkerasíðunni í Vísi hefur haft samband og vill að KM taki þátt í uppskriftasamkeppni  með réttum úr lambakjöti.
1980. 20 feb. 17 mættir. Haldinn í Snekkjunni, þorramatur úr Nausti.  Gestir: Eiríkur Jónsson og Helgi Pétursson frá Vikunni.   Helgi þakkaði gott samstarf. Það er mikill áhugi meðal lesenda Vikunnar en óskað eftir breytingum, t.d. léttari rétti.                        Gísla, Hauk og Kristjáni var þakkað  fyrir góðan árangur í Bella Center.                                             Einnig var rætt um húsnæðismál. KM þyrfti að fara að leigja sér herbergi.
1980. 27. Mars.  9 mættir.   Kvikmyndasýning frá 2 síðustu keppnum.   Ath. Bréf frá Konráð á Hótel Sögu um matseðlagerð
1980. 21. Apríl. Mættir alls 27 manns. Auk félagsmanna, nokkrir gestir frá veitingahúsum borgarinnar. Aðalgestur: Jónas Kristjánsson.    Það var á þessum fundi sem nokkrir veitingamenn ætluðu að gefa Jónasi ráðningu fyrir skrif hans um veitingagannrýni. Jónas hélt framsöguerindi og eftir það var hann búinn að afgreiða salinn og umræður að þessu loknu urðu ótrúlega máttlitlar

1980. 7. Okt.  1. Fundur vetrar. 11 mættir.  Sigurvin er farinn til Luxemborgar. Jón Sigurðsson, varaforseti tekinn við sem forseti til bráðabirgða.   Rætt var um störf KM, fundarfyrirkomulag og fundarsköp. Gagnrýni: Félagar KM hafa ekki staðið sig í öflun efnis og auglýsinga fyrir MAT og er það slæmt.
1980. 11. Nóv. 14 mættir.  Rætt um innlegg frá KM  á þingi NKF í Stokkhólmi  í jan ´81. Bréf frá Noregi þar sem þeir óska eftir að við útvegum norskum kokkum vinnu hér.   Bragi kom með faglegt innlegg á fundinn.
1980. 2. Des. 10 mættir. Rætt um aðkomu Fjölbrauta skólans að matreiðslunámi.
1980. 14. Des. Konukvöld í Gaflinum.
1981. 10. Feb. 11 mættir.  KM hjálpar SVG um að laga 10 þriggja rétta matseðla sem SVG hygsst nota sem túrista matseðla í sumar.  Skýrsla frá afloknu NKF þingi í stokkhólmi.   Fjórir valdir til að þaka þátt í keppni í Bella Center:  Gísli, Einar, Kristján Dan og Þórarinn.
1981. 10. Mars. 7 mættir.  Einar Árnason gaf skýrslu um undirbúning fyrir Bella Center, tímafrekt og kostnaður fyrir húsin.   Einar benti á að KM tæki að sér veislu fyrir Kleppsspitala sem gæti gefið klúbbnum góðar tekjur.
1981. 28. Apríl.  Frestað v. fámennis
1981. 5. Maí. 13 auk gesta: Kristinn Guðnason  frá Osta og Smjjörsölunni og  Ingvar Tryggvason frá Grænmetisverslun landbúnaðarins.  Rætt um „einkasölu“  grænmetis og nýungar  hjá Osta og smjörsölunni
1981. 27. Maí. Aðalfundur.  Mættir: 10 af 19 skuldlausum félögum.    Jón Sigurðsson tekur formlega við sem forseti KM til næsta aðalfundar.   Vikan skuldar okkur þó nokkuð fyrir uppskriftir í Vikunni. Helgi Pétursson er hættur þar sem ritstjóri og nýr ritstjóri, Sigurður H Jónsson, sýnir þessu lítinn skilning og áhuga. Ákveðið var að hætta samstarfi við Vikuna.                  Gísli kom með tillögu um að KM stæði fyrir vörusýningu og keppni. KM væri með veitingarekstur á staðnum. Félagsheimilið á Seltjarnarnesi  yrði leigt fyrir þetta .  Var vel tekið í þetta og ákveðið að hefja undirbúning.
1981. 24. Sept. Fundur í Hótel og Veitingaskólanum.    Umræðuefni: Væntanleg sýning á Seltjarnarnesi.
1981. 7. Okt. Fundur í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi.    19 veitingahús lofa stuðningi og mörg fyrirtæki lýsa áhuga á að leigja bása fyrir útstillingu. 1 aðili óskaði eftir vínkynningu. Ákveðið að sækja öll tilskilin leyfi. Ákveðinn matseðill á sýningunni: 1.) kræklingur í skel. 2.) Kræklingasúpa. 3.) Barbeque lambarif og lambafille Wellington. 4.) Skyrkaka.   Ákveðið að sýningin beri nafnið „Matur ´81“
1981. 24. Nóv. 8 félagar mættir.   Rætt um yfirstaðna sýningu „Matur 81“ sem þótti takast vel.  Ath konukvöld.  Ath. Ib hefur áhyggjur af málefnum skólans.                                 Nýir félagar:    Haraldur Benediktsson, Helgi Ingólfsson, Halldór Snorrason, Jakob Magússon. (Friðrik Sigurðsson á að ver hér einhversstaðar)
1981. 8. Des.  Fundur á Hótel Esju.  Gengið frá konukvöldi á Hótel Sögu 19. Des.
1982. 11. Jan.  (Ekki lengur minnst á mætingu) Ákveðið að taka fyrir skólamál á næsta fundi.
1982. 16. Feb. Þorramatur í Nausti. Allt í einu rann upp fyrir fundargestum að KM átti 10 ára afmæli og var því boðið upp á brennivínsstaup með matnum.   Í gangi hefur verið að útbúa Diplom fyrir klúbbinn og er Gísli að vinna í því.
1982. 24. Mars.  Ib rakti tildrög að stofnun KM.  Umræður um að þeir sem unnu að Matur ´81, fái diplom.   Illa gengur að innheimta v. Matur ´81.
1982. 6. Apríl.
1982. 9. Maí.   Bragi flutti hugleiðingar um hvernig yfirmatreiðslumaður ætti að vera.
1982. 19. Maí.  Aðalfundur. Kristján Dan kosinn forseti KM.
1982. 27. Sept. …………………………

Sigurvin Gunnarsson