Nóvember fundur KM. Norðurland verður haldinn þriðjudaginn 15. nóvember kl. 18:00 á Strikinu. Matseld verður í höndunum á Garðari og allra hinna snillinganna á Strikinu og er matarverði haldið lágu sem áður fyrr og er það litlar 3000,- kr.

Dagskrá:
Garðar Kári yfirkokkur Strksins og meðlimur í Kokkalandsliðinu segir frá ólympíuleikum í matreiðslu sem fram fór 23-25 okt í Þýskalandi.

Fulltrúar frá matvæladeild Verkmenntaskólans á Akureyri segja frá samnorrænu verkefni sem þau vinna að.

Hugmynd að hafa fjölskylduhitting sunnudag í desember og baka smákökur. Nánar auglýst síðar.

Önnur mál.

Fjölmennum á fundinn og endilega bjóðið nemunum ykkar með.
Munið kokkajakka, svartar buxur og svarta skó.
Kveðja Stjórnin