Árshátíð hjá Klúbbi Matreiðslumeistara.
Árshátíð á Hilton Hótel þann 18 mars, Fordrykkur hefst stundvíslega kl 18:00 á annari hæð.
Sala á happdrættismiðum hefst einnig klukkan 18:00 hjá Lukkudísunum.

Dagskrá
Við byrjum á því að finna borð með frábæru fólki og koma okkur í gírinn.
Forsetinn setur hátíðina (verður mjög stuttorður) og kynnir til leiks engan annan en Erp Eyvindarsson þann mikla heiðursmann með meiru.
Erpur kemur hlutum í gang og tekur lagið.
Viðurkenningar verða veittar við mikinn fögnuð hátíðagesta og aðrir verða næstum því sleggnir til riddara af Orðu og laganefnd. (það má heyra saumnál detta þegar þessi viðburður er í gangi)
4ja rétta matseðill verður á boðstólnum en snillingurinn Fannar ásamt sínu fólki töfrar fram hvern réttinn af öðrum og óhætt verður að segja að það drýpur smjör af hverju stári hjá þeim á Hilton Hótel.
Á meðan á þessu gengur mun Erpur æsa líðin upp með nokkrum athugasendum eins og honum er alkunna, eins  mun hann líka sjá um að vinningar dreifast á sem flesta (ekki allt til Lárusar).

SKRÁNING Í GANGI Á
[email protected]
það er nauðsynlegt til áætla fjöldan.

Kveðja Viðburðarnefndin.