18. mars 2017

Hilton Hotel Reykjavík, 2. hæð.
Mæting klukkan 09:30 í kaffi og hefst fundurinn stundvíslega klukkan 10:00.
Matarhlé milli 12:00 & 13:00.

Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara 18. Mars 2017.

7. grein AÐALFUNDUR:
7.1 Aðalfund skal halda fyrir maí lok ár hvert.
Öll aðalfundarboð eiga að innihalda greinilega hvað tekið verður fyrir á fundinum.

Aðalfundarstörf eru:
1. Fundur settur
2. Kosning fundarstjóra
3. Kosning fundaritara
4. Fundagerð síðasta aðalfundar
5. Skýrsla forseta
6. Skýrsla gjaldkera
7. Skýrslur nefnda á vegum KM
8. Lagabreyting
9. Stjórnarkosningar.
10. Kosning skoðunarmanna reikninga
11. Kosning varamanna í stjórn N.K.F.
12. Kosning í nefndir á vegum K.M.
13. Félagsgjöld
14. Önnur mál
15. Fundi slitið
7.2 Fundarboð og tillögur að lagabreytingum á aðalfund á að senda með minnst 15 daga fyrirvara, rafrænt.
7.3 Félagar skulu á aðalfundi bera einkennisklæðnað, kokkajakka og svartar buxur. Þeir félagar sem K.M. hefur heiðrað með orðu skulu bera þær á aðalfundi.
7.4 Aðalfundur kýs fundarstjóra og fundarritara. Atkvæðisrétt er aðeins hægt að nota með því að mæta á aðalfund og einnig verða menn að vera skuldlausir við K.M. til að neyta atkvæðisréttar síns.

8)
Stjórnarkjör Klúbbs matreiðslumeistara 2016-2017

Kjörtímabili forseta:
Björn Bragi Bragason (2016-2018).

Sitja áfram sem meðstjórnendur:
Ylfa Helgadóttir (2016-2018)
Árni Þór Arnórsson (2016-2018)

Kjörtímabil meðstjórnenda lokið:
Andreas Jacobsen (2015-2017)
Jóhann Sveinsson (2015-2017)
Steinn Óskar Sigurðsson (2015-2017)
Örn Svarfdal (2014-2016) (Biðst lausnar)

Kjörtímabili varamanns lokið:
Friðgeir Ingi Eiríksson (2015-2016)

Varamenn eru kosnir til eins árs i senn

**************

 

Orðu og laganefnd Klúbbs Matreiðslumeistara leggur til breytingar á lögum klúbbsins

Um er að ræða breytingar á greinum 2, 3, 4 og 7.

 

2. grein er svohljóðandi:

2. Grein- tilgangur og markmið

2.1 að halda fundi og ræða fagleg áhugamál

2.2 að stuðla að aukinni þekingu á mat og matreiðslu til eflingar fyrir fagið og til að auka tengsl og kynningu á samtökum norrænna matreiðslumanna NKF og heimssamtökum matreiðslumanna WACS.  K.M. er fulltrúi allra matreiðslumanna á Íslandi gagnvart NKF og WACS

2.3 að stofnuð séu aðildarfélög að KM og skulu þau starfa eftir sömu lögum og reglum og K.M. starfar eftir.

2.4. Að standa fyrir keppninni Matreiðslumaður ársins

2.5  Að taka þátt í keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda

2.6  Að standa fyrir landsliði Íslands í matreiðslu

2.7  Að halda utan um félagsskapinn Ung-kokkar Íslands

2.8  Að halda utan um Bocuse d´or Ísland

2.9  Að taka þátt í norðurlandasamstarfi í gegn um NKF

2.10  Að taka þátt í alþjóðasamstarfi í gegnum WACS

2.11  Að taka þátt í að skapa Íslenskt eldhús

 

 

2 Grein breytist í:

2.1 að halda fundi og ræða fagleg áhugamál

2.2 að stuðla að aukinni þekingu á mat og matreiðslu til eflingar fyrir fagið og til að auka tengsl og kynningu á samtökum norrænna matreiðslumanna NKF og heimssamtökum matreiðslumanna WACS. K.M. er fulltrúi allra matreiðslumanna á Íslandi gagnvart NKF og WACS

2.3 að stofnuð séu aðildarfélög að KM og skulu þau starfa eftir sömu lögum og reglum og K.M. starfar eftir.

2.4. Að standa fyrir keppninni Matreiðslumaður ársins

2.5  Að taka þátt í keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda

2.6  Að standa fyrir landsliði Íslands í matreiðslu

2.7  Að halda utan um félagsskapinn Ung-kokkar Íslands

2.8  Að taka þátt í norðurlandasamstarfi í gegn um NKF

2.9  Að taka þátt í alþjóðasamstarfi í gegnum WACS

 

3. Grein er svohljóðandi:

3. Grein- Félagsmenn

Félagsmaður getur sá orðið sem er:

3.1  Matreiðslumaður með sveinsbréf

3.2  Konditor sem vinnur á hóteli, veitingastað eða konditor með sveinsbréf og unnið við fagið í 2 ár eftir bréfsins, þar af 2 ár undir strjórn matreiðslumeistara

3.3  Umsóknir í K.M skulu berast rafrænt til strjórnar

3.4  Umsækjendur skulu hafa kynt sér lög og starfsemi K.M.

3.5  Orðu og laganefnd vígir nýjan félagsmann formlega á fyrsta félagsfundi hans.  Nýr félagi skal fá afhentan kokkajakka, barmmerki og borðfána með merki klúbbsins

 

Grein 3 breytist í:

3.1  Matreiðslumaður eða Konditor með sveinsbréf.

 

Grein 4 er svohljóðandi:

4. Grein – Árgjald

4.1  Árgjald er ákveðið á aðalfundi

4.2  Stjórn K.M. ákvarðar hversu mikinn hluta af félagsgjöldum aðildarfélag megi halda eftir til eigin reksturs

4.3  Árgjald skal greiða á eða fyrir septemberfund hvers starfsárs. Eindagi félagsgjalda er 1. október ár hvert

4.4  Félagar í K.M. 60 ára og eldri greiða ekki árgjald, en eru fullgildir meðlimir

4.5  Félagar í K.M. 25 ára og yngri greiða ekki árgjald og njóta þar með ekki atkvæðisréttar á aðalfundi.

4.6  Félagatal K.M. skal vera á heimasíðu klúbbsins.  Það er á ábyrgð meðlima að tryggja að upplýsingar séu réttar.

 

Grein 4 breytist í:

4. Grein – Árgjald

4.1  Árgjald er ákveðið á aðalfundi

4.2  Árgjald skal greiða á eða fyrir septemberfund hvers starfsárs. Eindagi félagsgjalda er 1. október ár hvert

4.3  Félagar í K.M. 60 ára og eldri greiða ekki árgjald, en eru fullgildir meðlimir

4.4  Nýir félagar greiða ekki árgjald fyrstu 2 árin

4.5  Félagatal K.M. skal vera á heimasíðu klúbbsins.  Það er á ábyrgð meðlima að tryggja að upplýsingar séu réttar.

 

Grein 7 er svohljóðandi:

7. Grein – Aðalfundur:

7.1  Aðalfund skal halda fyrir maí lok ár hvert.  Öll aðalfundarboð eiga að innihalda greinilega hvað tekið verður fyrir á fundinum

Aðalfundarstörf eru:

• Fundur settur

• Kosning fundarstjóra

• Kosning fundarritara

• Fundargerð síðasta aðalfundar

• Skýrsla forseta

• Skýrsla gjaldkera

• Skýrslur nefnda á vegum K.M.

• Lagabreytingar

• Stjórnarkosningar

• Kosning skoðunarmanna reikninga

• Kosning varamanna í stjórn N.K.F.

• Kosning í nefndir á vegum K.M.

• Félagsgjöld

• Önnur mál

• Fundi slitið

7.2  Fundarboð og tillögur að lagabreytingum á aðalfundi á að senda með minnst 15 daga fyrirvara, rafrænt.

7.3 Félagar skulu á aðalfundi bera einkennisklæðnað, kokkajakka og svartar buxur.  Þeir félagar sem K.M. hefur heiðrað með orðu skulu bera þær á aðalfundi.

7.4  Aðalfundur kýs fundarstjóra og fundarritara.  Atkvæðisrétt er aðeins hægt að nota með því að mæta á aðalfund og einnig verða menn að vera skuldlausir við K.M. til að neyta atkvæðisréttar síns.

 

Grein 7 breytist í:

Aðalfundarstörf eru:

• Fundur settur

• Kosning fundarstjóra

• Kosning fundarritara

• Fundargerð síðasta aðalfundar

• Skýrsla forseta

• Skýrsla gjaldkera

• Skýrslur nefnda á vegum K.M.

• Lagabreytingar

• Stjórnarkosningar

• Kosning skoðunarmanna reikninga

• Kosning varamanna í stjórn N.K.F.

• Kosning í nefndir á vegum K.M.

• Félagsgjöld

• Önnur mál

• Fundi slitið

7.2  Fundarboð og tillögur að lagabreytingum á aðalfundi á að senda með minnst 15 daga fyrirvara, rafrænt.

7.3 Félagar skulu á aðalfundi bera einkennisklæðnað, kokkajakka, svartar buxur og svarta skó.  Þeir félagar sem K.M. hefur heiðrað með orðu skulu bera þær á aðalfundi.

7.4  Aðalfundur kýs fundarstjóra og fundarritara.  Atkvæðisrétt er aðeins hægt að nota með því að mæta á aðalfund og einnig verða menn að vera skuldlausir við K.M. til að neyta atkvæðisréttar síns.

 

Stjórn Klúbbs matreiðslumeistara leggur til eftirfarandi breytingu á lögum klúbbsins:

9.2  K.M. heiðrar þá félaga sem tekið hafa þátt í alþjóðlegri matreiðslukeppni með diploma og þá sem vinna til gullverðlauna í flokkum landsliða, með keppnisorðu.  Sama gildir um þá sem vinna  til gullverðlauna í einstaklingskeppnum á alþjóðavísu. Afhendist hún áletruð viðeigandi texta, ásamt veggdiplom með nafni viðtakanda, dagsetningu, keppni, keppnisstað og verðlaunastigi. Skal þetta veitt á árshátíð K.M. Keppnisorðu fá menn aðeins einu sinni en eftir það eru keppendur heiðraðir með innrömmuðu diploma.  Í keppnisliði teljast þeir vera, sem taka fullan þátt í æfingum og undirbúningi fyrir keppni og keppninni sjálfri á keppnisstað.  Keppnisliðstjóri er ábyrgur fyrir að stjórn K.M og OL.nefndin fái réttar upplýsingar hvað þetta varðar.

Verður ef lagabreytinging verður samþykkt:

9.2  K.M. heiðrar þá félaga sem tekið hafa þátt í alþjóðlegri matreiðslukeppni með diploma og þá sem vinna til gullverðlauna í flokkum landsliða, með keppnisorðu.  Sama gildir um þá sem vinna  til gullverðlauna í einstaklingskeppnum á alþjóðavísu. Afhendist hún áletruð viðeigandi texta, ásamt veggdiplom með nafni viðtakanda, dagsetningu, keppni, keppnisstað og verðlaunastigi. Skal þetta veitt á árshátíð K.M.  Í keppnisliði teljast þeir vera, sem taka fullan þátt í æfingum og undirbúningi fyrir keppni og keppninni sjálfri á keppnisstað.  Keppnisliðstjóri er ábyrgur fyrir að stjórn K.M og OL.nefndin fái réttar upplýsingar hvað þetta varðar.

 

 

 

**************

 

Árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara

Þann 18. mars 2017 á Hilton Reykjavík Nordica, 2. hæð.
Klúbbur matreiðslumietara býður þér félagsmanni (skuldlausum) og maka að koma í gott partý þann 18. mars og mættu stundvíslega klukkan 18:00 til að fá fordrykkinn.

Matseðill kvöldins

Forréttur
Grafinn og létteldaður urriði (ekki Indriði) rauðrófum, laxahrogn og yuzu majónes.

Milliréttur
Andalifur & læri, sveppir, ber & brioche brauð.

Aðalréttur
Nautalund hægelduð (kemur samt fljótlega á borðið), grísasíða ásamt gleymdum gulrótum, sveppum, perluleuk & portvínssósu.

Eftirréttur
Karamellu og súkkulaðimús, hvít-súkkulaði-ís, ber & kakó nibbur.

Verð 0 kr fyrir þig og þinn maka (þú æðislegi skuldlausi félagi)
Vín verður fólk að veita sér sjálf á eigin kostnað

Glæsilegt happdrætti með veglegustu vinningum sem um getur.

1000,- kr miðinn
Að sögn Viðburðarstjórans og pastakóngsins er lámark 15 miðar á par

Þetta verður auglýst nánar á fjölmörgum samfélagsmiðlum undir myllumerkinu
#kmarshatid17 #kmparty17 #klubburmatreidslumeistara #chefsparty17
Hvetjum við sem flesta til að nota þessi myllumerki við undirbúning árshátíðar

Fyrir þá félaga sem ekki nota samfélgsmiðla verða send út föx, bréf og þeir heimsóttir af félögum viðburðarnefndar.

Ef þú vilt ekki missa af þessum viðburði skaltu skrá þig hjá

Ragnar Marinó
GSM 895-3093
e-mail [email protected]