Félagsfundur KM í mars.

Boðs fundur hjá Sölufélag Garðyrkjumanna.

Í þetta skiptið heimsækjum við Sölufélag Garðyrkjumanna í Brúarvogi 2 104 Reykjavík.

Fundurinn verður  haldin 6. mars og hefst stundvíslega kl 18:00.

Garðyrkjumenn og konur taka fagnandi á móti okkur og bjóða alla velkomna til að skoða húsakosti sem og starfsemi sem þar fer fram.

Nokkrir garðyrkjubændur heiðra félagsmenn og konur með nærveru sinni og segja frá sínum heimahögum og svara glaðir öllum þeim spurningum sem á þeim kann að dynja af þekkingu og fagmennsku.

Kryddjurtabænda hjónin frá Ártanga í Grímsnesi

Sigurdís Edda Jóhannesdóttir og Gunnar Þorgeirsson.

Tómatabændur frá Friðheimum

Knútur Rafn Ármannsson og Helena Hermundardóttir

Þeir hjá SFG ætla að bjóða okkur uppá frábæran kvöldverð þar sem íslenskt grænmeti og íslenskt lambakjöt verður í hæstu hæðum.

Eymar Plédel Jónsson vínsérfræðingur mun leiða okkur um sannleikan um vínið sem boðið verður uppá um kvöldið.

Eftir þetta verða önnur mál á dagskrá.

Kynna rútuferð, aðalfund og árshátíð á Siglufirði.

Svo er það happdrættið.

Þetta er boðsfundur hjá Sölufélag Garðyrkjamanna og því allt í boði.

Því ætti vera til meiri peningur til að styrkja félagsjóð með kaupum á happdrættis vinningum