Forkeppni um titilinn Kokkur Ársins 2017 verður haldin mánudaginn 18. September á veitingastaðnum Kolabrautin í Hörpu. Dómnefnd hefur valið 12 þátttakendur en eru þeir allir faglærðir matreiðslumenn sem sækjast eftir titlinum Kokkur ársins 2017. Einungis fimm keppendur komast í lokakeppnina sem haldin verður laugardaginn 23. September í Hörpu. Hver keppandi skal skila 12 diskum í samræmi við innsenda uppskrift þar sem aðalhráefnið er þorskur, þorskkinnar, íslenskar kartöflur og íslensk blómkál. Tilkynnt verður á mánudag 18. September hvaða 5 keppendur keppa til úrslita verður það einnig á Kolabrautinni Hörpu klukkan 15:30.
Kokkur ársins 2017 er besti kokkur landsins árið 2017 og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2018 sem fram fer í Danmörku vorið 2018 og einnig 250 þúsund í verðlaun.
Klúbbur matreiðslumeistar velur Kokk ársins 2017
Smellið á myndina til að sjá hvenær þinn uppáhaldskeppandi keppir. Og endilega komið og hvetjið ykkar fólk. Allir velkomnir.

Félagar í Klúbbi Matreiðslumeistara eru hvattir til að mæta í Kokkajakka og svörtum buxum